top of page

Uppskriftir af veitingum á nestisdögum

Gúrkuhringur, hvíta gumsið ;) 

500 gr. kotasæla
1 l. síuð súrmjólk (eða 1 dós grísk jógúrt)
1 stk. gúrka, rifin
2 stk. paprikur, smátt saxað
1 stk laukur, blandaði gulum og purrulauk
kryddað með aromat
4-5 blöð matarlím, smá vatn. 

Pesto salat með döðlum, fyrst smakkað í Sportver

1 krukka rautt pesto
2 dl saxaðar döðlur
1/2 krukka fetaostur, smá olia með
2-4 rif hvitlaukur, saxaður
1 1/2 dl fersk steinselja, söxuð
1 1/2 dl kasjuahnetur, muldar
1 1/2 dl svartar ólivur, saxaðar
Öllu blandað saman, fetaosturinn að eins marinn saman við.
Nammi,namm ;-) kv.Linda Sportver

Kúskús kaka

  • 1 bolli smátt saxaðar döðlur

  • 1/2 bolli rúsínur

  • 1/2 bolli smátt saxaðar aprikósur 

  • smá salt

  • 1 tsk vanilluduft

  • 1 tsk kanill 

  • lítill biti af engiferrót, ca 1 cm. rifinn

  • ca. 3 bollar eplasafi

  • 1 bolli kúskús

Setjið allt í pott nema kúskúsið, sjóðið við vægan hita í ca. 20 mín. 
Skolið kúskús, bætið því út í og látið sjóða í ca. 5 mín. 
Hellið í form, þjappið og látið kólna. 
Gott að skreyta kökuna með þurrristuðum möndlum og jarðaberjum, jafnvel bera hana fram með rjóma. 
Sómir sér þó alveg ein og sér. 


Gulrótarkaka

  • 2 dl kókosmjöl

  • 2 dl malaðar hnetur

  • 5 dl rifnar gulrætur

  • 1/8 tsk salt

  • ½ tsk kardimommur

  • ½ tsk valilludropar/duft

  • ½ msk kanill

  • 250gr. Smátt skornar döðlur

Hnoðað saman og sett í form
Bakað við 200°C í 15-20 mín. Eða fryst í ½ - 1 klst.
Betra að leggja döðlurnar í bleyti í heitt vatn og mauka þær svo degið hangi betur saman

Grænkálspestó

  • 1 búnt grænkál

  • Helmingi minna af spínati og eða klettasalati

  • Smá mynta, basilika eða sítrónumelissa (má sleppa)

  • 2 hvítlauksrif

  • 1 dl. rifinn parmesan ostur

  • 1 msk balsamik edik

  • Safi úr 1 sítrónu

  • Salt og pipar

Maukað saman í matvinnsluvél

Hrökkkex
  • 1 dl. Hörfræ

  • 1 dl. Sólblómafræ

  • 1 dl. Sesamfræ

  • 1 dl. Graskersfræ

  • 1 dl. Haframjöl

  • 3 ½ dl. Spelt

  • 1 dl. Olía

  • 2 ½ dl. Vatn

Blanda öllu saman í skál, hrært með sleif. Uppskriftin dugar á tvær plötur. Notið smjörpappír bæði undir og yfir þegar þið fletið þetta út. Maldonsalt stráð yfir og skorið í bita með pizzahjóli áður en þetta er bakað. Bakað á blæstri í 35-40 mín við 175°c

Vefjur með áleggi og græmeti

  • Tortillakökur, helst grófar :)

  • Berið sparlega á kökuna pizzusósu eða salsasósu

  • fáar ostsneiðar

  • Beikonskinka, kjúklinga eða önnur góð skinka

  • paprika, avacado, íslenskt spínat, og eða annað gott grænmeti/salat

Rúllað upp og skorið í bita (ef ætlað sem fingramatur) Annars er þetta gott sem nesti í vinnu eða skóla :)

Vermandi grænmetissúpa frá Gaman saman

  • 3 msk kókosolía

  • 1 laukur

  • 2 hvítlauksgeirar

  • ½ rautt chilli (fer eftir hvað súpan á að vera sterk)

  • 1 msk niðurrifin ferskur  engifer (verður ekki eins ríkjandi og þú heldur)

  • 1 teningur kjúklingakraftur

  • 1 teningur grænmetiskraftur

  • Allt þetta er sett saman í pott og svitað í nokkrar mínútur

  • Síðan er bætt út í

  • 1 tsk karrý

  • 1-2 tsk turmeric

  • 2 msk sweet mango chutney 

  • ½ búnt ferskt kóríander

  • Grænmeti að eigin vali við notuðum ca.

  • 1 stór sæt kartafla, 4 stórar gulrætur 1 lítið spergilkál

  • 1 L vatn

  • 1 dós kókosmjólk

Soðið í þar til grænmetið meyrnar (20-30 mín)
Eins og aðrar súpur, betri þegar hún hefur staðið einhverja stund.
Leikið ykkur að vild með uppskriftina t.d. með því að bæta í hana kjúklingabaunum, öðrum baunum, kjúkling, fisk ....

Heimatilbúið Bounty í hollari kantinum

  • 1 bolli döðlur (látið liggja í bleyti í ca 20 mín svo verði mjúkar)

  • 3 bollar kókosmjöl

  • 1/4 bolli kókosolía (við stofuhita)

  • 1/2 bolli malaðar kasjúhnetur

  • 1 tsk vanilla

  • smá salt

  • 3-4 msk kókospálmasykur

  • 70% lífrænt súkkulaði

Kókosmjöl, hnetur, kókossykurinn, vanillu og salt allt í matvinnsluvél og blandað saman, settu svo eina og eina döðlu út í (búnar að liggja í bleyti áður) og unnið vel ásamt kókosolíunni.

Deigið á bökunarpappír og mótað í ferhyrning og kælt á meðan sirka 150 gr af súkkulaði er brætt í vatnsbaði og svo látið yfir kökurnar. Getur líka stungið tannstöngli í ferhyrninginn og dýft í súkkulaðið, skreytt og jafnvel ef þú ert í stuði tekið allan daginn í það :)

Svo er allt látið kólna og því næst notið í góðum félagsskap eða með góðan kaffibolla, allt í hófi samt

Hrísbitar

  • 90 g döðlur (má vera aðeins meira)

  • Ca. 2-4 msk vatn

  • 90 g hrásykur

  • 90 g smjör

  • 30 g Rice Crispies

  • 45 g gróft kókosmjöl (má sleppa og nota þá meira Rice Crispies)


Döðlur hitaðar í potti með vatni þar til þær eru mjúkar og maukaðar, þá má bæta útí sykri og smjöri svo úr verði mjúk karamella (ef smjör er
„umleikis” karamelluna verða bitarnir linir, bætið við meiri sykri ef bitarnir eiga að vera
harðari.) Rice Crispies og kókosmjöl sett útí þegar potturinn er farinn af hitanum. Pressað á bökunarpappírsklædda plötu, kælt.
Svo til að hafa þetta alveg eðal (eins og við sælkerarnir kusum)
Hvítt eða dökkt súkkulaði brætt yfir vatnsbaði, borið á og kælt aftur og síðan skorið í bita.
Geymist í frysti.

Speltbrauð

  • 5.dl. Spelt

  • 1.dl. fimmkornablanda

  • 2 tsk. kúmen

  • 3.tsk. Vínsteinslyftiduft (eða venjulegt)

  • ½- 1 tsk. Sjávarsalt

  • 11/2-2 dl. AB mjólk

  • 11/2-2 dl. Sjóðandi heitt vatn

Blandið þurrefnunum saman í skál, hellið vökvanum út í og blandið varlega saman. Á þessu stigi er hægt að setja ýmislegt fleira saman við degið. Eins og t.d. Sólþurrkaða tómata, Ólífur, gulrætur, hvítlauk og kryddjurtir. Setjið deigið í smurt brauðform og bakið í 25-30 mín við 200°hita.

Leyndarmálið á bak við vel heppnaðan bakstur er að hræra sem minnst í deginu. Rétt svo til að hráefnin blandist saman. Þá verður brauðið líka mjög létt og gott að eiga við það.

Naslbitar

  • 1 bolli haframjöl

  • ½ bolli sólblómafræ eða önnur fræ t.d. graskersfræ

  • 1 bolli hnetur og/eða möndlur, saxað gróf

  • ½ bolli þurrkaðar aprikósur, smátt saxað

  • ½ bolli þurrkaðar döðlur, smátt saxað

Hitað saman:

  • ½ bolli hunang

  • ½ bolli gróft hnetusmjör

  • 2 msk. Smjör

  • Vanilla ef vill

Sett í mót, þjappað, fryst og síðan skorið í bita

Hummus - Kjúklingabaunamauk

  • 1 ds. Kjúklingabaunir, skolaðar (300 gr. soðnar)

  • 2 msk. Tahini

  • 1 hvítlauksrif, saxað smátt

  • ½ búnt steinselja

  • 3-4 msk sítrónusafi

  • ½ dl. appelsínusafi

  • 1 tsk. sojasósa

  • 1 tsk. cumin, salt og pipar

Öllu mixað saman í matvinnsluvél
Gott á brauð, sem ídýfa með grænmeti og meðlæti með
 

IMG_2736.JPG
bottom of page