Um okkur
Gaman saman útinámskeið hóf göngu sína vorið 2011.
Stofnað af Andreu Waage og Guðríði Jónasdóttur, Þjálfarar ásamt þeim eru Guðbjörg Hákonardóttir, einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi, Ingigerður Ósk heilsunuddari og sjúkraliði, Anna Richardsdóttir gjörningalistakona og danskennari.
Við erum svo lánsamar að flestar þær konur sem byrjuðu með okkur í upphafi eru enn hjá okkur. Við æfum allt árið og er námskeiðið ekki síður vinsælt á veturnar.
Við leggjum mikla áherslu á því að styrkja grunninn því engin er sterkari en veikasti hlekkurinn og mikilvægt er að hlusta á líkamann og byggja hann upp á eigin hraða. Þar sem við erum alltaf tvær getum við sinnt konunum okkar betur og teljum að námskeiðið henti bæði þeim sem eru í góðu líkamlegu formi og hinum sem eiga við einhver vandamál að stríða.
Mesta áherslu leggjum við samt á að hafa Gaman saman og ríkir mikil gleði og góður andi í öllum hópum.
Við förum aldrei sömu gönguleiðina á hverju námskeiði og eigum við nú um 50 leiðir. Við sækjum í að vera sem næst náttúrunni og eru skógar í nágrenni bæjarins vinsælar leiðir.
Hugmyndafræðin á bak Gaman saman er að stunda líkamsrækt á meðan við njótum náttúrunnar, að allar konur geti tekið þátt, óháð formi.
Tímarnir eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 12:00 og 17:00, hægt er að flakka milli tíma eða mæta í þá alla ef það hentar.